Fréttir | 27. júní 2016 - kl. 10:41
Markaðstorg við Húnabúð

Sigurlaug og Sigurður í Húnabúð hafa hug á að koma á fót markaðsdögum fyrir framan verslunina sem yrði vikulegur viðburður. Á Facebook síðu Húnabúðar og Bæjarblómsins er sagt frá þessu og að framkvæmdum við húsnæðið sé nú að ljúka. Stefnt sé að því að malbika og helluleggja í næstu viku og í framhaldi komi skjólgirðing sem afmarki svæðið þannig að allt verði sem huggulegast.

Hugsunin með markaðsdögunum er sú að handverksfólk úr héraði geti leigt sér boð, fengið aðgang að rafmagni og selt vörur sínar á góðviðrisdögum.

Þeir sem hafa áhuga á þessu er bent á að hafa samband við Sigurlaugu í Húnabúð (sími 551 0588 og netfangið hunabud@hunabud.is). Þá er einnig kallað eftir tillögum um hvaða vikudagur sé hentugastur fyrir markað. Dagsetning í samræmi við óskir verði sett á um leið og framkvæmdum er lokið.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga