Frá Landsmóti STÍ um helgina. Mynd: Markviss
Frá Landsmóti STÍ um helgina. Mynd: Markviss
Frá Jónsmóti á “lafsfirði
Frá Jónsmóti á “lafsfirði
Frá BR-50 móti á Egilsstöðum
Frá BR-50 móti á Egilsstöðum
Norðurlandsmeistari kvenna 2016, Snjólaug.
Norðurlandsmeistari kvenna 2016, Snjólaug.
Úrslit að hefjast á Landsmóti STÍ á Blönduósi
Úrslit að hefjast á Landsmóti STÍ á Blönduósi
Vinningshafar Landsmóts STÍ á Blönduósi
Vinningshafar Landsmóts STÍ á Blönduósi
Vinningshafar í kvennaflokki á Landsmóti STÍ á Blönduósi
Vinningshafar í kvennaflokki á Landsmóti STÍ á Blönduósi
Pallur 4, Örn Valdimarsson, sigurvegari Landsmóts STÍ á Blönduósi
Pallur 4, Örn Valdimarsson, sigurvegari Landsmóts STÍ á Blönduósi
Fréttir | 27. júní 2016 - kl. 13:59
Annríki hjá félagsmönnum Markviss

Félagsmenn Skotfélagsins Markviss hafa haft í mörg horn að líta að undanförnu og skal nú hér talið upp það helsta. Um helgina 18.-19. júní síðastliðinn fór fram Norðurlandsmeistaramótið NLM-OPEN í skeet á Húsavík. Þar átti Markviss tvo keppendur þau Guðmann og Snjólaugu. Snjólaug kom heim með Norðurlandsmeistaratitil kvenna annað árið í röð en Guðmann hafnaði í fjórða sæti í karlaflokki. Norðurlandsmeistari og sigurvegari NLM-OPEN 2016 varð Guðlaugur Bragi Magnússon Skotfélagi Akureyrar.

Rimfire BR Skotfélags austurlands var haldið fimmtudaginn 23. júní og mættu 25 keppendur til leiks, þar á meðal Jón Brynjar Kristjánsson frá Markviss. Jón hafnaði í öðru sæti á mótinu á skorinu 148/150 en sigurvegari var Wimol Sudee (Skotfélagi Akureyrar) á sama skori en með fleiri "X".

Um síðustu helgi fóru fram tvö Sportingmót norðan heiða, Arctic Shooting á Akureyri og Jónsmót á Ólafsfirði. Ármann Óli Birgisson úr Markviss keppti á báðum þessum mótum og stóð sig með sóma.

Landsmót STÍ á Blönduósi um síðustu helgi
Um síðustu helgina fór fram Landsmót STÍ á skotsvæði Markviss á Blönduósi. Keppendur frá fimm skotíþróttafélögum víðsvegar að af landinu tóku þátt í mótinu sem fór fram í blíðskaparveðri. Í kvennaflokki sigraði Helga Jóhannsdóttir (Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar), önnur varð Snjólaug M.Jónsdóttir (Markviss) og nýliðinn Bjarnþóra M. Pálsdóttir úr Markviss hafnaði í þriðja sæti.

Sigurvegari í karlaflokk varð Örn Valdimarsson (Skotfélagi Reykjavíkur) eftir bráðabana við Hákon Þór Svavarsson (Skotíþróttafélagi Suðurlands), þriðji varð Guðlaugur Bragi Magnússon, Grétar Mar Axelsson í því fjórða og Sigurður Áki Sigurðsson fimmti (allir úr Skotfélagi Akureyrar). Guðmann Jónasson úr Markviss hafnaði í sjötta sæti á mótinu.

Brynjar Þór Guðmundsson úr Markviss keppti á sínu fyrsta móti í sumar og stóð sig vel þrátt fyrir æfingaleysi og er vonast til að hann verði kominn í sitt besta form innan fárra vikna. Síðast en ekki síst skal telja Sigurð Jónasson en hann var að taka þátt á sínu fyrsta STÍ móti og atti kappi við Ágúst Sigurðsson úr Skotfélagi Reykjavíkur í 0-flokki,en svo fór að Sigurður varð að gera sér annað sætið í flokknum að góðu.

Næstu verkefni
Næstu verkefni eru SIH-OPEN alþjóðlegt mót í Hafnarfirði um næstu helgi en þar verða allavega fimm keppendur frá Markviss í tveimur greinum. Í lok júlí fara svo fram síðustu Landsmót sumarsins, það fyrra á Akureyri og það seinna á Akranesi. Íslandsmeistaramótið verður í ágúst í Hafnarfirði og tímabilinu líkur svo í byrjun september á Bikarmóti og Alþjóðlegu móti (SR-OPEN) í Reykjavík.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga