Tilkynningar | 28. júní 2016 - kl. 13:13
Kynning á fornleifarannsóknum á Þingeyrum
Tilkynning frá stjórn Þingeyraverkefnisins

Fræðilegar rannsóknir eru hafnar á Þingeyraklaustri í A-Húnavatnssýslu. Fara þær fram undir heitinu Þingeyraverkefnið sem er þríþætt og miðar að uppgreftri minja tengdum klaustrinu, greiningu gróðurfars á miðöldum í næsta nágrenni þess og loks athugunum á handritamenningu miðalda.

Í byrjun júlí 2016 verður hópur fornleifafræðinga undir forystu  dr. Steinunnar Kristjánsdóttur, prófessors í fornleifafræði, við rannsóknir á Þingeyrum.

Minjastofnun Íslands veitir leyfi til fornleifarannsóknanna og er náið samstarf við hana um framvindu þeirra.

Í tengslum við þessar rannsóknir verður efnt til kynningar á fornleifaþætti Þingeyraverkefnisins í Klausturstofunni við kirkjuna á Þingeyrum kl. 16:00 þriðjudaginn 5. júlí.

Kynningarfundurinn er öllum opinn.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga