Kampakátur veiðimaður með lax úr Norðurá.
Kampakátur veiðimaður með lax úr Norðurá.
Fréttir | 30. júní 2016 - kl. 15:48
Víðidalsá fór vel af stað

Laxveiðin fór vel af stað í Víðidalsá er hún var opnuð föstudaginn 24. júní síðastliðinn og komu á land 17 laxar, allt fallegir stórlaxar. Í gærkvöldi höfðu veiðst 128 laxar í ánni. Alls hafa 762 laxar veiðst í Blöndu, 292 í Miðfjarðará, 148 í Vatnsdalsá og 61 í Laxá á Ásum samkvæmt veiðitölum Landssambands veiðifélaga frá því í gærkvöldi.

Síðastliðna sjö daga hafa 227 laxar veiðst í Blöndu eða 32 á dag. Vikuveiðin í Miðfjarðará hefur verið 129 laxar, í Vatnsdalsá 79 laxar og í Laxá á Ásum 37 laxar. Fjöldi stanga er misjafn í þessum ám.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga