Fréttir | 08. júlí 2016 - kl. 09:24
Húnavaka 2016 dagana 14.-17. júlí

Húnavaka, bæjarhátíð og fjölskylduskemmtun Austur-Húnvetninga, verður haldin dagana 14.–17. júlí næstkomandi og er dagskrá hátíðarinnar tilbúin. Að þessu sinni verður hátíðin formlega sett á föstudegi í stað fimmtudags og fer setningarathöfnin fram á bæjartorgi Blönduósbæjar fyrir framan Félagsheimilið. Þar verða umhverfisverðlaun Blönduósbæjar veitt og síðan verður haldið grillpartý. Að leyti er dagskráin nokkuð hefðbundin.

Stóri fyrirtækjadagurinn er á sínum stað, golfmót á Vatnahverfisvelli, ratleikur, útsýnisflug, ljósmyndasýning, laser tag, Blö Quiz, kótelettukvöld, Míkróhúnninn, Blönduhlaup USAH, fjör við Félagsheimilið, dansleikir og kvöldvaka, svo sitthvað sé nefnt. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.    

Dagskrá Húnavöku 2016 má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga