Myndirnar eru af FB síðu Róberts Daníels Jónssonar
Myndirnar eru af FB síðu Róberts Daníels Jónssonar
Fréttir | 19. júlí 2016 - kl. 09:06
Gæsir merktar á Blönduósi

Alls voru 113 gæsir merktar á Einarsnesi við Blöndu í gær og nýjasta höfuðgæs Blönduósinga, grágæsin Blanda fékk gervihnattasendi. Þetta kemur fram á Facebook síðu Jóns Sigurðssonar sem fylgdist með þegar Arnór Þórir Sigfússon, gæsasérfræðingur, merkti gæsirnar. Sextán ár eru síðan gæsir voru síðast merktar á Blönduósi. Jón segir að krakkarnir í Blönduvirkjun hafi staðið sig frábærlega við að smala saman gæsunum.

„Krakkarnir í Blönduvirkjun stóðu sig frábærlega og má segja að dagur íslenska smalahundsins hafi verið í hávegum hafður í dag þó svo smalarnir hafi ekki verið með hringaða rófu,“ segir Jón Sigurðsson á Facebook síðu sinni í gær.

Segja má að Jón hafi átt frumkvæðið af því að gervihnattasendi hafi verið komið fyrir á grágæsinni Blöndu en Tryggingamiðstöðin studdi verkefnið. Gæsin er með merki á hálsinsum með bókstafnum B. Hægt verður að fylgjast með ferðum hennar næstu tvör árin. Hinar gæsirnar voru merktar með áberandi appelsínugulu merki um hálsinn.

Á Facebook síðum Jóns og Róberts Daníels Jónssonar má sjá fjölmargar myndir frá gærdeginum þegar gæsirnar voru merktar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga