Fréttir | 20. júlí 2016 - kl. 09:27
Eldur í Húnaþingi hefst í dag

Bæjar- og unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Að venju er dagskráin fjölbreytt og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Opnunarhátíðin fer fram á Hvammstanga í dag klukkan 19 á hafnarsvæðinu  milli Sjávarborgar og KVH. Á upphafsdegi hátíðarinnar er hvatt til hljóðfærasamspils og nytjamarkaður Gæranna verður opinn. Kjötsúpa verður í boði við opnunarhátíðina, tónleikar verða með Hundi í óskilum og Kamp Knox og dagskrá dagsins lýkur með gongslökun.

Dagskrána í heild sinni má finna  á vef hátíðarinnar, www.eldurhunathing.com, og á Facebook síðu hátíðarinnar,www.facebook.com/eldurihunathingi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga