Frá Blönduósi
Frá Blönduósi
Fréttir | 20. júlí 2016 - kl. 13:24
Nýjar endurvinnslutunnur í Blönduósbæ

Blönduósbær mun dreifa tunnum fyrir pappír til heimila á Blönduósi á næstu dögum, að því er fram kemur vef sveitarfélagsins. Tunnunum er ætlað að taka við öllum pappír til endurvinnslu og er dreift með bæklingi með upplýsingum hvað megi fara í tunnuna og hvað á að fara með á  endurvinnslustöðina.

Íbúar eru hvattir til að huga að því að koma tunnunum haganlega fyrir og festa þannig að þær fjúki ekki í næsta roki. Tunnurnar eiga að vera staðsettar fyrir framan húsin og aðgengi að þeim á að vera gott og hindrunarlaust. Tunnurnar verða losaðar á þriggja vikna fresti og er hægt að sjá upplýsingar um losunardaga á vef Blönduósbæjar, www.blonduos.is.

Varðandi endurvinnslutunnu fyrir marga flokka sem eru í notkun í dag þá eru þær á vegum Sorphreinsunar VH ehf. en Blönduósbær mun hætta að niðurgreiða þær á móti íbúum frá 1. ágúst næstkomandi. Á vef Blönduósbæjar segir að hægt sé að semja við Sorphreinsun VH ehf. um að vera áfram með þá tunnu og er aðilum bent á að hafa samband við Vilhelm í síma 893 3858 eða með tölvupósti vilhelm@gamar.is.   

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga