Gunnlaugur kemur í land. Ljósmynd: FB síða Húna.
Gunnlaugur kemur í land. Ljósmynd: FB síða Húna.
Fréttir | 25. júlí 2016 - kl. 06:59
Synti yfir Miðfjörð

Félagar í björgunarsveitinni Húnum tóku að sér skemmtilegt verkefni á laugardaginn þegar þeir fylgdu Gunnlaugi Egilssyni á báti er hann synti yfir Miðfjörð. Siglt var með kappann yfir fjörðinn þar sem hann hóf sundið á Heggstaðanesi. Gunnlaugur kom að landi við Framnes þar sem nokkur fjöldi manna tók á móti honum.

Þetta mun vera í fyrsta skipti sem þessi leið er farin á sundi og gekk ferðin vel hjá Gunnlaugi. Hann var rúmlega eina og hálfa klukkustund að synda leiðina sem er um 2,7 kílómetra löng. Sjórinn var 12 gráðu heitur.

Sagt er frá þessu á Facebook síðu björgunarsveitarinnar Húna þar sem meðfylgjandi mynd er fengin að láni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga