Fréttir | 27. júlí 2016 - kl. 08:39
Átján í prófkjöri Pírata

Atkvæðagreiðsla í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar hefst 8. ágúst. Kosið verður á milli átján frambjóðenda. Lokað var fyrir framboðstilkynningar síðastliðinn laugardag. Kosningarétt í prófkjörinu hafa þeir sem skráðir hafa verið í Pírata fyrir 15. júlí 2016 og eiga lögheimili í Norðvesturkjördæmi. Kosningin er rafræn og stendur til 14. ágúst.

Þau sem taka þátt í prófkjörinu eru:

Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Sigurbrandur Jakobsson
Þórður Guðsteinn Pétursson
Egill Hansson
Fjölnir Már Baldursson
Hafsteinn Sverrisson
Þorgeir Pálsson
Eiríkur Theódórsson
Hildur Jónsdóttir
Ómar Ísak Hjartarson
Vigdís Pálsdóttir
Eva Pandora Baldursdóttir
Gunnar Örn Rögnvaldsson
Herbert Snorrason
Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir
Þráinn Svan Gíslason
Gunnar Jökull Karlsson
Elís Svavarsson

Sjá nánar um frambjóðendur hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga