Fréttir | 29. júlí 2016 - kl. 08:45
Úthlutun styrkja úr Húnasjóði 2016

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra á miðvikudaginn voru lagðar fram umsóknir um styrki úr Húnasjóði 2016. Alls bárust sjö umsóknir um styrk, þarf af voru fimm sem uppfylltu skilyrði til úthlutunar. Byggðarráð samþykkti að veita fimm umsækjendum styrk úr sjóðnum. Styrkþegarnir hlutu hver um sig 100.000 krónur í styrk en þeir eru eftirtaldir:

Guðríður Hlín Helgudóttir, nám til BA prófs í ferðamálafræði.
Kolbrún Arna Björnsdóttir, nám í japönsku máli og menningu.
Kristrún Pétursdóttir, nám til BS prófs í næringarfræði.
Sigrún Soffía Sævarsdóttir, nám til BS prófs í umhverfis- og byggingarverkfræði.
Þorgrímur Guðni Björnsson, nám til BS prófs í íþróttafræði.

Húnasjóður var stofnaður af Ásgeiri Magnússyni og Unni Ásmundsdóttur er ráku Alþýðuskólann á Hvammstanga 1913-1920. Markmið sjóðsins er að stuðla að fag- og endurmenntun íbúa sveitarfélagsins. Styrkir hafa verið veittir úr sjóðnum frá árinu 2001.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga