Framkvæmdir á Blöndubrú
Framkvæmdir á Blöndubrú
Fréttir | 16. ágúst 2016 - kl. 13:23
Framkvæmdir hafnar á Blöndubrú

Vegagerðin eru byrjuð að lagfæra Blöndubrú á Blönduósi. Vegna framkvæmda á brúnni verður önnur akreinin lokuð og umferð stýrt með ljósum frá og með deginum í dag, 16. ágúst til 1. desember næstkomandi. Í tilkynningu frá Vegagerðinni er athygli vakin á því að akbrautin er einungis 3,0 metrar að breidd og vegfarendur eru beðnir um að gæta fyllstu varúðar.

Taka á burt steyptu stéttina sem liggur sunnan megin á brúnni og við það mun akreinin á brúargólfinu breikka um 60-70 sentímetra. Sett verður nýtt vegrið sunnan megin á brúna, brúargólfið brotið upp og nýtt steypt í staðinn. Vegurinn beggja megin brúarinnar verður svo breikkaður í samræmi við breikkun akbrautar á brúnni. Stéttin norðan megin á brúnni mun standa óbreytt.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga