Fréttir | 22. ágúst 2016 - kl. 16:30
Framsóknarmenn stilla upp á lista

Framsóknarflokkurinn í Norðvesturkjördæmi hélt aukakjördæmisþing síðastliðinn laugardag. Á þinginu var felld tillaga um að bjóða til tvöfalds kjördæmaþings sem fengi það verkefni að kjósa framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar. Þess í stað var ákveðið að kjósa uppstillingarnefnd sem mun kynna niðurstöður sínar á kjördæmisþingi sem haldið verður á Bifröst í Borgarfirði 3.-4. september næstkomandi.

Á aukakjördæmisþinginu á laugardaginn lýsti Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og fyrsti þingmaður kjördæmisins því yfir að hann sæktist eftir að leiða listann áfram. Elsa Lára Arnardóttir, þriðji þingmaður flokksins í kjördæminu, sækist eftir öðru sæti.

Ásmundur Einar Daðason, annar þingmaður flokksins lýsti því yfir á þinginu að hann gæfi ekki kost á sér á listann. Áður hafði Jóhanna María Sigmundsdóttir, fjórði þingmaður flokksins, gefið hið sama út.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga