Tilkynningar | 24. ágúst 2016 - kl. 09:18
Frá Hitaveitu Blönduóss
Viðskiptavinir á Blönduósi, Skagaströnd, Húnavatnshreppi og í Skagabyggð

Í dag 24. ágúst 2016 er verið að taka í notkun nýjan búnað á virkjunarsvæði hitaveitunnar að Reykjum. Nærri allur búnaður hitaveitunnar á virkjunarsvæðinu hefur nú verið endurnýjaður á s.l. tveimur árum.

Við þessa aðgerð í dag þarf að taka vatn af stofnæð hitaveitunnar að hluta til og óhjákvæmilega fer þá loft inn í stofnæðina sem síðan gæti valdið vandræðum í ofnakerfum viðskiptavina.

Beðist er velvirðingar á þessum hugsanlegu óþægindum.

Starfsmenn hitaveitna RARIK

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga