Fréttir | 24. ágúst 2016 - kl. 10:07
Helstu fjár- og stóðréttir haustið 2016

Haustið er á næsta leiti og þá hefst annasamur tími hjá bændum sem smala fé sínu af heiðum og rétta til síns heima. Það er því ekki úr vegi að minna á þær fjölmörgu réttir sem framundan eru í Húnavatnssýslum. Réttarstörfin eru bæði spennandi og áhugaverð, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Í réttunum er oftar en ekki margt um manninn og glatt á hjalla og þar er gaman að vera. Stærsti réttardagurinn á þessu hausti er laugardagurinn 10. september.

Helstu fjárréttir má nefna Hamarsrétt, Miðfjarðarrétt, Auðkúlurétt, Undirfellsrétt, Stafnsrétt og Skrapatungurétt.

Fjárréttir:

Laugardagurinn 3. september:

  • Hrútatungurétt, V-Hún., hefst klukkan 09:00.

  • Miðfjarðarrétt, V-Hún., hefst klukkan 09:00.

  • Rugludalsrétt, A-Hún., hefst klukkan 16:00.

Föstudagurinn 9. september:

  • Valdarásrétt, V-Hún., hefst klukkan 09:00.

  • Undirfellsrétt, A-Hún., fyrri réttardagur, hefst klukkan 12:00.

Laugardagurinn 10. september:

  • Undirfellsrétt, A-Hún., seinni réttardagur, hefst klukkan 9:00.

  • Auðkúlurétt, A-Hún., hefst klukkan 08:00.

  • Stafnsrétt, A-Hún., hefst klukkan 08:30.

  • Víðidalstungurétt, V-Hún., hefst klukkan 10:00.

  • Hamarsrétt, V-Hún., hefst klukkan 10:00.

  • Hlíðarrétt, A-Hún., hefst klukkan 16:00.

  • Þverárrétt, V-Hún.

Sunnudagurinn 11. september:

  • Skrapatungurétt, A-Hún., hefst klukkan 10:00

  • Sveinsstaðarétt, A-Hún., hefst klukkan 10:00.

Þriðjudagurinn 13. september:

  • Beinakeldurétt, A-Hún., hefst klukkan 09:00.

Laugardaginn 17. september:

  • Hvalsárrétt, V-Hún.

 

Stóðréttir:

Laugardagurinn 3. september:

  • Miðfjarðarrétt, V-Hún., hefst klukkan 09:00.

Sunnudagurinn 18. september:

  • Skrapatungurétt, A-Hún., hefst klukkan 09:00.

  • Hlíðarrétt, A-Hún., hefst klukkan 16:00.

Laugardagurinn 24. september:

  • Undirfellsrétt, A-Hún., hefst klukkan 9:00.

  • Þverárrétt í Vesturhópi.

  • Auðkúlurétt, A-Hún., hefst klukkan 16:00.

  Laugardagurinn 1. október:

  • Víðidalstungurétt, V-Hún., hefst klukkan 10.

Upptalning þessi á réttum í Húnavatnssýslum er ekki tæmandi og birt með fyrirvara um villur.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga