Fréttir | 24. ágúst 2016 - kl. 15:36
Skotvopna- og veiðikortanámskeið á Blönduósi

Umhverfisstofnun auglýsir nú skotvopnanámskeið og veiðikortanámskeið á Blönduósi í september. Námskeiðin fara fram í húsnæði Búnaðarsambandsins að Húnabraut 13. Veiðikortanámskeiðið fer fram 13. september klukkan 17-23. Bóklega skotvopnanámskeiðið fer fram 24.-25. september klukkan 10-14 og verklega eftir það.

Veiðikortanámskeiðið kostar 14.900 krónur og skotvopnanámskeiðið kostar 20.000 krónur.

Skráning og nánari upplýsingar má finna á www.veidikort.is.

Í auglýsingu frá Umhverfisstofnun segir að þátttakendur á skotvopnanámskeiðinu þurfi að skila inn sakavottorði, læknisvottorði og passamynd til skrifstofu sýslumanns fyrir námskeiðið. Læknisvottorðið þarf að vera sérstaklega útgefið vegna skotvopnaleyfis.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga