Fréttir | 25. ágúst 2016 - kl. 14:52
Framkvæmdir þetta sumarið

Þó nokkrar framkvæmdir hafa verið í bænum þetta sumarið. Norðurlandsvegur 4, þar sem B&S og Bifreiðaverkstæði Blönduóss er til húsa, hefur fengið nýtt útlit, Blönduból reisti tvö ný gistihús, bragginn fyrir neðan gömlu mjólkurstöðina hefur verið endurbyggður eftir brunann, verið er að gera við Blöndubrú og mun það verkefni taka liðlega fjóra mánuði og skipt hefur verið um alla glugga á efri hæð nýja skóla norðanvert.

Þá er verið að mála suður- og vesturhlið blokkarinnar og skipta um glugga, búið er að mála hluta gatna bæjarins og mjólkurstöðin gamla er að ganga í endurnýjun lífdaga en þangað er Vilko að flytja með alla sína starfsemi. Eflaust væri hægt að telja fleira upp en það verður þá bara gert síðar.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga