Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 25. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 13:15 0 0°C
Laxárdalsh. 13:15 0 0°C
Vatnsskarð 13:15 0 0°C
Þverárfjall 13:15 0 0°C
Kjalarnes 13:15 0 0°C
Hafnarfjall 13:15 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Nöldrið | 07. september 2016 - kl. 11:51
Septembernöldur

Ég varð kátur þegar pistill með athugasemdum út af ágústnöldri mínu birtist hér á vefnum frá Jónasi á Ljóninnu. Jónas hefur sterkar skoðanir á hlutunum og liggur ekki á þeim nú frekar en fyrri daginn. Hann er sammála mér um að þess verði afar langt að bíða að hér rísi gagnaver eða álver. En ekki deili ég þeirri skoðum með Jónasi að stefna sveitastjórnarmanna hér um slóðir sé að Blönduós og Skagaströnd verði svefnbæir og ekki trúi ég því að kjörnir fulltrúar þessara bæjarfélaga stjórni með sérhagsmuni að leiðarljósi.  

Það er rétt að þessi bæjarfélög mega muna betri tíð í atvinnumálum. Skagaströnd seldi togarana og fiskvinnsla lagðist þar af að mestu, þó enn sé þar líflegt við höfnuna á sumrin og margir bátar sem gera þaðan út. Blönduós missti kaupfélagið og mjólkurstöðina og margskonar rekstur sem var á þeirra vegum og ekki skal gleyma Pólarprjóni, ullarfyrirtæki sem veitti fjölda manns atvinnu.

Ekki vil ég skrifa þetta allt á dugleysi þeirra sem hér hafa stjórnað eða þeim sem stjórnuðu þessum fyrirtækjum þó eflaust hefði verið hægt að gera betur. Ætli sé ekki nær að kenna um breyttu þjóðfélagi; kvótakerfinu, fækkun bænda og breytingum í landbúnaði. En svo má aftur á móti spyrja hvort sveitastjórnarmenn hafi verið nógu snöggir að laga sig að nýjum tímum. Kannski sést það best á  því að ennþá höfum við ekki sameinað sýsluna í eitt sveitafélag og sparað okkur með því umtalsverða fjármuni.  

Jónas ætti að þekkja vel til ferðaþjónustunnar sem hann starfar sjálfur við og þess vegna sakna ég þess í pistli hans að hann viðrar engar hugmyndir um framtíð hennar hér um slóðir og hver hans sýn á meiri þjónustu við ferðamenn er því nú gengur allt út á það að laða til sín sem flesta erlenda ferðamenn og mér finnst skorta mikið á heildar stefnumótun í þeim efnum hér um slóðir. Þá kemur enn og aftur að þessum litlu einingum sem ekki vilja sameinast um nokkurn skapaðan hlut.  

Ég get ekki heldur verið sammála Jónasi um að ótækt sé að búa á Skagaströnd eða Blönduósi en vinna á Sauðárkóki. Þverárfjallsvegur breytti miklu í samgöngum milli þessara staða, þó einstaka sinnum  komi fyrir á veturna að erfitt sé að fara á milli dag og dag. Hvað skyldu vera margir Hvergerðingar og Selfyssingar aka Hellisheiðina daglega til að sækja vinnu og skóla í Reykjavík? Ég tala nú ekki fólk úr Keflavík og nágrenni. Við lifum jú á tuttugustu og fyrstu öldinni.

Þetta er orðið langt svarbréf við pistli Jónasar sem var gaman að lesa því alltaf er ánægjulegt að fá viðbrögð við því sem maður er að gera. Hann virðist vera ánægður með að ég sé kominn út úr kofanum mínum að gera morgunverkin og minnir mig á hysja upp um mig sokkana því nú haustar að, en klikkir svo út með að rekstur Ljónsins sé nú aflagður. Ég vona að það sé aðeins í vetur og hann komi að vori eins og gæsirnar.

Þetta blíða sumar sem senn er á enda hef ég töluvert ferðast um landið, aðallega þó hér norðan heiða. Gaman er að sjá hvað orðið er snyrtilegt í bæjum og þorpum sem farið er um. Alls staðar bíða lítil kaffi- og handverkshús sem gaman er að heimsækja. En verðið á veitingum er víða hátt svo vægt sé til orða tekið og ekki skrítið að ferðafólk hér um slóðir kaupi matvöru í Samkaup og sitja að snæðingi utan við búðina á góðviðrisdögum þegar borð og stólar eru settir út á gangstétt. Það lýtur að koma við budduna að fara hringinn og ætla sér að borða alltaf á veitinga- og eða kaffihúsum.

Ég vona sannarlega að veturinn láti eittvað bíða eftir sér og að við eigum marga fallega sólardaga í september og nú er bara að drífa sig í að taka upp kartöflurnar, þær hafa ekki gott af því að stækka meira. Njótum haustsins.

Kveðja, Nöldri.

Höf. Nöldri
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið