Blönduóskirkja
Blönduóskirkja
Fréttir | 24. september 2016 - kl. 12:48
Tónleikar Soroptimistaklúbbsins við Húnaflóa

Tónleikar á vegum Soroptimistaklúbbsins við Húnaflóa verða haldnir laugardaginn 24. september í Hvammstangakirkju og sunnudaginn 25. september í Blönduóskirkju. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 á báðum stöðum. Ungar konur úr Vestur- og Austur-Húnavatnssýslu, á öllum aldri, koma fram með frábær atriði. Söngur, fjölbreyttur hljóðfæraleikur og ljóðaflutningur.

Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum en tekið við frjálsum framlögum við innganginn.

Í auglýsingu segir að Soroptimistaklúbburinn við Húnaflóa sé að safna peningum til að halda helgarnámskeið sem öllum stúlkum á 12. aldursári á svæðinu verður boðið á, þeim að kostnaðarlausu en það hafi klúbburinn gerði fyrir ári með góðum árangri. Markmið námskeiðsins sé að styrkja sjálfsmynd þeirra.

 Allir flytjendurnir á tónleikunum gefa vinnu sína.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga