HVE Hvammstanga. Ljósm. rikiseignir.is
HVE Hvammstanga. Ljósm. rikiseignir.is
Fréttir | 21. september 2016 - kl. 16:04
Hvetur til endurskoðunar á ríkjandi skipulagi löggæslumála

Í bréfi sem Geir Karlsson, yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Hvammstanga, hefur sent lögreglunni á Norðurlandi vestra um stöðu löggæslumála í Húnaþingi vestra lýsir hann stórum áhyggjum af mönnun lögreglu í sveitarfélaginu. Hann hvetur lögreglustjóra og ráðamenn til að endurskoða ríkjandi skipulag og íhuga hvort ekki sé mögulegt að hafa vakt lögreglu á Hvammstanga til að dreifa mannskap betur um vaktsvæðið.

Afrit af bréfinu var lagt fram til kynningar á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra á mánudaginn. Í bréfinu er atburðarrásin rakin þegar slys varð í höfninni á Hvammstanga í síðasta mánuði. Byggðarráð tekur undir áhyggjur Geirs. Innihald bréfsins var kynnt á fundi fulltrúa sveitarfélagsins með innanríkisráðherra sem fram fór í dag.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga