Fréttir | 22. september 2016 - kl. 13:05
Miðfjarðará yfir 4000 laxa markið

Laxveiði í Blöndu er lokið þetta sumarið. Alls veiddust 2386 laxar á 14 stangir og er það ríflega helmingi minni veiði en í fyrra sem þá var metár. Miðfjarðará fór yfir 4000 laxa markið í vikunni en alls hafa veiðst 4195 laxar í ánni sem af er sumri og á enn eftir að bætast við. Síðasta vika gaf 247 laxa á tíu stangir. Víðidalsá fór yfir 1000 laxa markið og er komin í 1053 laxa.

Vikuveiðin í Víðidalsá var 63 laxar á átta stangir. Veiðst hafa 822 laxar í Vatnsdalsá og hefur áin skilað 64 löxum síðustu sjö daga á sex stangir. Hrútafjarðará er komin í 480 laxa og Svartá í 362 laxa, samkvæmt tölum Landssambands veiðifélaga yfir aflahæstu laxveiðiárnar veiðisumarið 2016.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga