Tilkynningar | 29. september 2016 - kl. 14:04
Fjáröflunarbingó í Félagsheimilinu á Blönduósi
Tilkynning frá starfsfólki HSN á Blönduósi

Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Blönduósi mun standa fyrir fjáröflunarbingói sunnudaginn 2. október nk.kl. 16:00 Ã­ tilefni 60 ára afmælis stofnunarinnar. Ætlunin er að safna fyrir rafmagnsrúmum en einungis þrjú slík rúm eru til á sjúkradeildinni, þannig að þörfin er mikil.

Glæsilegir vinningar í boði en miðaverð er 1.500 kr. á fullorðna og 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri. Innifalið í miðaverðinu er eitt spjald og vöfflukaffi. Aukaspjald kostar 500 kr.

Haldið verður uppboð á gömlu sjúkrarúmi. Starfsmenn HSN á Blönduósi skora á fyrirtæki í sýslunni að mæta og gera góða stemningu í kringum uppboðið. Vonast er til að flestir sjái sér fært um að mæta og styrkja í leiðinni gott málefni.

Baukur fyrir frjáls framlög verður á staðnum. Ekki verður posi á staðnum.

Starfsmenn HSN-Blönduósi

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga