Fréttir | 24. september 2016 - kl. 09:53
Skotveiðimenn mótmæla

Svæðisráð skotveiðimanna á Norðvesturlandi mótmælir ákvörðun Sjálfseignarstofnunar Grímstungu- og Haukagilsheiðar um að leigja út Lambatungur sem sé sannanlega þjóðlenda samkvæmt úrskurði þjóðlendunefndar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá svæðisráðinu. Það er mat ráðsins að sjálfseignarstofnunin hafi eingöngu ákvörðunarvald um beitarrétt á svæðinu en ekki fuglaveiðar.

Í tilkynningunni segir að mótmæli hafi verið send með formlegum hætti til stjórnar Sjálfseignarstofnunar Grímstungu- og Haukagilsheiðar og gert sé ráð fyrir að hún endurskoði afstöðu sína.

Tengd frétt:

Frá stjórn Sjálfseignarstofnunar Grímstungu- og Haukagilsheiðar

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga