Fréttir | 24. september 2016 - kl. 11:19
Framboðslisti Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi

Á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi á Grand Hótel í dag var samþykktur framboðslisti flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Guðjón S. Brjánsson skipar fyrsta sæti listans, Inga Björk Bjarnadóttir er í öðru sæti og Hörður Ríkharðsson frá Blönduósi er í því þriðja. Á listanum eru jafn margar konur og karlar.

Listann skipa:

  1. Guðjón S. Brjánsson, forstjóri, Akranesi

  2. Inga Björk Bjarnadóttir, háskólanemi, Borgarbyggð

  3. Hörður Ríkharðsson, kennari, Blönduósbæ

  4. Pálína Jóhannsdóttir, kennari, Bolungarvíkurkaupstaður

  5. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, verkefnastjóri, Sveitarfélaginu Skagafirði

  6. Garðar Svansson, fangavörður, Grundarfjarðarbæ

  7. Sæmundur Kristján Þorvaldsson, framkvæmdastjóri, Ísafjarðarbæ

  8. Guðjón Viðar Guðjónsson, rafvirki, Akranesi

  9. Guðrún Eggertsdóttir, viðskiptafræðingur, Vesturbyggð

  10. Pétur Ragnar Arnarsson, slökkviliðsstjóri, Húnaþingi vestra

  11. Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, héraðsskjalavörður, Akranesi

  12. Eysteinn Gunnarsson, rafveituvirki, Strandabyggð

  13. Sólveig Heiða Úlfsdóttir, háskólanemi, Borgarbyggð

  14. Bryndís Friðgeirsdóttir, verkefnastjóri, Ísafjarðarbæ

  15. Gunnar Rúnar Kristjánsson, verkefnastjóri, Húnavatnshreppi

  16. Sigrún Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi, Akranesi

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga