Fréttir | 26. september 2016 - kl. 09:33
Úrslit úr forvali VG í NV-kjördæmi

Niðurstöður í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi voru kynntar í gærkvöldi. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði og mun því skipa fyrsta sæti listans fyrir komandi alþingiskosningar. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki varð í öðru sæti. Lilja og Bjarni sóttust bæði eftir fyrsta sætinu en einungis 21 atkvæði skildu þau að.

Alls voru 859 atkvæði greidd, þar af 787 gild atkvæði. Á kjörskrá voru 1102, sem jafngildir 78% kjörsókn. Kjörstjórn mun leggja tillögu að heildarlista á fundi á Hvanneyri næstkomandi fimmtudag. Ellefu voru í framboði og var kosið um sex sæti.

 Niðurstöður forvalsins voru:

1. Lilja Rafney Magnúsdóttir
2. Bjarni Jónsson
3. Dagný Rósa Úlfarsdóttir
4. Lárus Ástmar Hannesson
5. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir
6. Rúnar Gíslason

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga