Ljósm. Eldvarnarbandalagið
Ljósm. Eldvarnarbandalagið
Fréttir | 28. september 2016 - kl. 10:17
Eldvarnarfulltrúar á námskeiði

Eldvarnabandalagið og Slökkvilið Húnaþings vestra héldu námskeið fyrir eldvarnafulltrúa sveitarfélagsins í ráðhúsinu á Hvammstanga í síðustu viku. Námskeiðið er liður í innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits í stofnunum Húnaþings vestra sem hefjast á í byrjun október í samvinnu við Eldvarnabandalagið. Unnið er að skipulagningu fræðslu um eldvarnir á vinnustað og heimili fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins og er það einnig liður í samstarfi Eldvarnabandalagsins og Húnaþings vestra.

Sagt er frá þessu á vef Eldvarnarbandalagsins. Þar kemur fram að leiðbeinendur á námskeiðinu voru Garðar H. Guðjónsson, verkefnastjóri Eldvarnabandalagsins, og Pétur R. Arnarsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Húnaþings vestra. Farið var yfir hlutverk eldvarnafulltrúa og helstu atriði eldvarna á vinnustað.

Tengd frétt:

Húnaþing vestra innleiðir eigið eldvarnareftirlit

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga