Páley, Þórhalla, Lilja, Gunna og Páll. Ljósm. FB/Páll Ingþór
Páley, Þórhalla, Lilja, Gunna og Páll. Ljósm. FB/Páll Ingþór
Lilja, Páley, Gunna og Páll Ingþór
Lilja, Páley, Gunna og Páll Ingþór
Fréttir | 30. september 2016 - kl. 09:59
Byrjað á fyrsta áfanga útikennslusvæðis

Hafnar eru framkvæmdir við fyrsta áfanga að útikennslusvæði fyrir Blönduskóla í rjóðri norðarlega Fagrahvammi. Blönduskóli áformar að koma upp aðstöðu sem nýtist til kennslu eins og bekkjum úr trjábolum og aðstöðu undir eldstæði svo svæðið nýtist jafnframt til heimilisfræðikennslu. Þá á að auka skjól til dæmis með því að bæta við trjábolum sem settir verða niður lóðrétt á milli trjánna. Verkið er unnið í samvinnu við Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga.

Á Facebook-síðu Þórhöllu Guðbjartsdóttur, skólastjóra Blönduskóla, segir að í gær hafi fjórar flottar konur og einn sérlegur áhugamaður um trjárækt mætt á svæðið. Allt sé hannað á staðnum og engin hallamál notuð. „Það er frábært að eiga góða vini og samstarfsmenn,“ segir Þórhalla. Meðfylgjandi myndir eru af Facebook-síðu Þórhöllu og Páls Ingþórs Kristinssonar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga