Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 19. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 13:16 0 0°C
Laxárdalsh. 13:16 0 0°C
Vatnsskarð 13:16 0 0°C
Þverárfjall 13:16 0 0°C
Kjalarnes 13:16 0 0°C
Hafnarfjall 13:16 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Pistlar | 18. október 2016 - kl. 09:00
Stóraukin uppbygging á landsbyggðinni...eða ekki?
Eftir Hörð Ríkharðsson

Hvað er að frétta af landsbyggðinni? Á vormánuðum 2013 var nokkuð skeggrætt um byggðamál og man ég skrif og ræður frambjóðenda sem töldu mikla þörf á að grípa til rótttækra aðgerða þar sem þáverandi valdhafar, að þeirra sögn, höfðu lítið sem ekkert gert í að sporna gegn óheillaþróun í búsetumynstri landsmanna. Ekki verður séð að fráfarandi ríkisstjórn hafi staðið við stóru orðin.

Á Norðausturlandi eru það framkvæmdirnar sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hóf á Bakka og við gerð Vaðlaheiðarganga sem standa upp úr. Flest annað sem gerst hefur í atvinnumálum er tilkomið vegna ferðamanna, hagstæðs árferðis í sjávarútvegi og lágs olíuverðs. Núverandi ríkisstjórn kemur þar hvergi nærri.

Heilbrigðiskerfi, menntakerfi og löggæsla á landsbyggðinni hefur búið við samfelldan niðurskurð og skilningsleysi stjórnvalda. Ekki hefur tekist að vinna til baka fjárveitingar frá því fyrir hrun og með engu móti hefur verið komið til móts við stóraukið álag sem fylgir ferðamönnum. Vegirnir eru að verða ónýtir af álagi og viðhaldsleysi og ekki einu sinni er skilningur á því að moka þurfi snjó að vetri til. Sérstaklega í ljósi þess hve mjög er nú treyst á að íbúar landsbyggðarinnar komist milli staða til að sækja sér alla þjónustu þegar það sem áður var hefur lagst af í heimabyggð.

Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands telur að jöfnuður feli í sér að búsetuskilyrði séu sem jöfnust. Menntun, heilbrigðisþjónusta, samgöngur og samskiptamöguleikar eiga að vera með þeim hætti að litlu máli skiptir hvar fólk kýs að búa. Séu verulegir annmarkar á þessum þáttum skal tekist á við það á opinberum vettvangi og lausnin skal vera öllum ljós þannig að íbúar séu ekki í sífelldri óvissu með hver staðan verði til framtíðar.

Höfundur er í þriðja sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið