Fréttir | 26. október 2016 - kl. 09:32
Gísli á Uppsölum á Hvammstanga
Uppselt er á leiksýninguna

Kómedíuleikhúsið heimsækir Hvammstanga, föstudagskvöldið 28. október næstkomandi, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Selasetrinu klukkan 20. Samkvæmt vef leikhússins er uppselt á sýninguna. Höfundar leiksins eru Bílddælingarnir Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson. Elfar Logi leikur og Þröstur leikstýrir. Höfundur tónlistar er Svavar Knútur.

Gísli á Uppsölum er einstakt leikverk um einstakan mann. Einn stærsti viðburður íslenskrar sjónvarpssögu er Stikluþáttur Ómars Ragnarssonar um einbúann Gísla Oktavíus Gíslason á Uppsölum. Enn er Gísli landanum kær og hugleikinn. Hér er á ferðinni áhrifamikil sýning sem hefur hrifið áhorfendur, rétt eins og saga söguhetjunnar.

Leikari: Elfar Logi Hannesson
Handrit: Elfar Logi Hannesson, Þröstur Leó Gunnarsson
Dramatúrg: Símon Birgisson
Tónlist: Svavar Knútur
Lýsing: Magnús Arnar Sigurðsson
Leikstjórn: Þröstur Leó Gunnarsson

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga