Fréttir | 28. október 2016 - kl. 16:58
Kvennafrídagurinn á Blönduósi

Konur á Blönduósi lögðu margar hverjar niður störf kl. 14:38 á mánudaginn. Svolítill hópur gekk frá Blönduskóla að bæjarskrifstofunni þar sem fleiri bættust í hópinn. Þá lá leiðin aftur í gegnum vatnsausturinn á brúnni og í Félagsheimilið þar sem beið þeirra heitt kaffi og te í boði hússins. Ekki var um neina formlega dagskrá að ræða þar en konurnar komu með veitingar á sameiginlegt borð og áttu saman ánægjulega stund þar sem þær ræddu málefni líðandi stundar.

 

Höf. mbb

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga