Fréttir | 28. október 2016 - kl. 17:54
Listamennn sýndu í Bílskúrs Galleríi Textílsetursins

Í gær var áhugaverð sýning í Bílskúrs Galleríi Textílsetursins í Kvennaskólanum sem bar yfirskriftina Meditative Structure. Þar sýndu textíllistamenn, sem dvalið hafa í Textílsetrinu að undanförnu, verk sín. Eins og venjulega var öllum velkomið að koma og skoða verkin, sem innblásin eru af dvöl listamannanna hér á Blönduósi.

Listamennirnir sem sýndu verk sín voru þau Kevin Lowenthal, Maxime Noilou, Vanessa Falle, Melina Bishop, Anna Taylor, Dave Danehower, Alica Gray, Reynir Katrínar og heimakonan Guðný Ragnarsdóttir. 

Eins og segir á Facebook síðu Textílsetursins er það er ekki sjálfsagt að í svona litlum bæ sé sýning atvinnulistamanna og því gaman að segja frá því að aðsókn hefur aukist jafnt og þétt frá því að þessar mánaðarlegu sýngar hófust.

Myndirnar eru fengnar af Facebook síðu Textílsetursins, en þar eru einnig fleiri myndir frá þessari glæsilegu sýningu. 

 

Höf. mbb

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga