Fréttir | 16. janúar 2017 - kl. 15:28
Gestum fjölgaði um 44%

Árið 2016 komu 39.223 gestir í upplýsingamiðstöð ferðmanna í Húnaþingi vestra, sem staðsett er í Selasetrinu á Hvammstanga, og eru það 44% fleiri gestir en árið 2015. Gestakomurnar urðu flestar í júlí en þá komu 10.809 gestir í upplýsingamiðstöðina. Rétt rúm 30% gestanna fóru inn á safn Selasetursins eða 11.996. Sagt er frá þessu á vef Selaseturs Íslands.

Þar kemur einnig fram að nú um miðjan janúar 2017 hafa gestakomur rúmlega þrefaldast milli ára, miðað við allan janúar 2016.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga