Ljósmynd: Norðanátt.is
Ljósmynd: Norðanátt.is
Fréttir | 17. janúar 2017 - kl. 13:59
Fjör á söngvarakeppni á Hvammstanga

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra var haldin síðastliðið föstudagskvöld í Félagsheimilinu Hvammstanga. Að venju fylltist húsið af áhugasömum gestum og þátttakendum keppninnar. Alls tóku níu atrið þátt í yngri flokknum en aðeins eitt atriði í eldri flokknum. Guðmundur Grétar Magnússon sigraði í yngri flokknum, Ásdís Aþena Magnúsdóttir varð í öðru sæti og Axel Nói Thorlacius í því þriðja.

Guðmundur Grétar söng frumsamið lag. Ásdís Aþena söng lagið Óstöðvandi sem Karlotta Sigurðardóttir söng í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2016 og Axel Nói söng lagið „Goodby yellow brick road“ eftir Elton Johan.

Í eldri flokknum var aðeins einn þátttakandi eins og áður sagði, en það var Sigurbjörg Emily Sigurðardóttir. Hún söng lagið „Hryssan mín blá“ eftir Bjarna Hafþór Helgason. Sigurbjörg Emily verður því fulltrúi félagsmiðstöðvarinnar Órion á NorðurOrg, undankeppni Söngkeppni Samfés.

Dómnefndina skipuðu þau Elvar Logi Friðriksson, Hrafnhildur Kristín Jóhannsdóttir og Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir.

Sagt er frá þessu á Norðanátt.is þar sem meðfylgjandi mynd er fengin að láni. Á vef Norðanáttar má sjá fleiri myndir frá keppninni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga