Tilkynningar | 07. febrúar 2017 - kl. 16:01
Stéttarfélög bjóða á námskeið

Stéttarfélögin Kjölur, SFR og Samstaða bjóða félagsmönnum sínum á þrjú námskeið í samstarfi við Farskólann. Námskeiðin eru í skrautskrift, ræktun kryddjurta og ræktun matjurta. Á vef skólans má finna nánari upplýsingar um námskeiðin en þau eru öllum opin og vill Farskólinn minna á að mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína um allt að 75% af námskeiðsgjaldi.

Skrautskrift
Lýsing:
 Á námskeiðinu eru kennd grunnatriði í skrautskrift, hvernig textar eru settir upp og hvernig má skreyta þá. Farið í hvernig skrifa má á tertur og skreyta.

Leiðbeinandi: Rúna Kristín Sigurðardóttir.

Hvar og hvenær: 
Á Sauðárkróki: 18 - 19.mars. Kl. 10:00 – 15:00 hvorn dag.  
Á Hvammstanga: 1 - 2 apríl. Kl. 10:00 – 15:00 hvorn dag.  
Á Blönduósi: 25-26 mars. Kl. 10:00 – 15:00 hvorn dag.  

Fjöldi: 10 þátttakendur.
Lengd: 10 klst.
Verð: 21.900 kr.
Til athugunar: Öll gögn og penni eru innifalin í verðinu. Námskeiðið er félagsmönnum SFR, Kjalar og Samstöðu að kostnaðarlausu. 

 

Ræktur Kryddjurta
Lýsing: Að loknu námskeiði þekkir þú til ræktunar helstu tegunda kryddjurta sem ræktaðar eru utandyra, í eldhúsglugganum eða undir ljósi. Hvernig ræktun þeirra er háttað; jarðveg, sáningu, forræktun, áburðargjöf og gróðursetningu. Umhirðu, meindýravarnir, geymslu og nýtingu.

Leiðbeinandi: Jón Guðmundsson, garðyrkjufræðingur.

Hvar og hvenær: 
Á Sauðárkróki: Sunnudaginn 2.apríl. 13:00 – 14:30 
Á Hvammstanga: Föstudaginn 31.mars. 19:00 – 20:30
Á Blönduósi: Laugardaginn 1.apríl. 13:00 – 14:30

Fjöldi: 8 þátttakendur.
Lengd: 1,5 klst.
Verð: 9.500 kr.
Til athugunar: Námskeiðið er félagsmönnum SFR, Kjalar og Samstöðu að kostnaðarlausu.  

 

Ræktun matjurta
Lýsing: Að loknu þessu námskeiði hefur þú lært um sáningu, ræktun, umönnun í ræktun matjurta, jarðveg og áburðargjöf. Sýndar eru mismunandi gerðir ræktunarbeða, karma og skjólgjafa. Saga matjurtaræktar á Íslandi reifuð, skýrt frá uppruna tegundanna sem teknar eru til umfjöllunar, eðliseinkennum um 40 tegunda og yrkja ásamt því að fjalla lítillega um hollustu og lækningamátt matjurta. Farið er yfir sjúkdóma og lýst nokkrum aðferðum við geymslu og matreiðslu.

Leiðbeinandi: Jón Guðmundsson, garðyrkjufræðingur.

Hvar og hvenær: 
Á Sauðárkróki: Sunnudaginn 2.apríl. kl. 9:00 -12:00.
Á Hvammstanga: Föstudaginn 31.mars. kl. 16:00 – 19:00.
Á Blönduósi: Laugardaginn 1.apríl. kl. 9:00 -12:00

Fjöldi: 8 þátttakendur.
Lengd: 3 klst.
Verð: 12.900 kr.
Til athugunar: Námskeiðið er félagsmönnum SFR, Kjalar og Samstöðu að kostnaðarlausu.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga