Tilkynningar | 21. febrúar 2017 - kl. 11:15
Sannir Landvættir – kynningarfundur í dag

Sannir Landvættir ehf. halda kynningarfund klukkan 16 í Eyvindarstofu á Blönduósi. Félagið var stofnað af Bergrisa og Verkís. Markmiðið með stofnun félagsins er að stuðla að uppbyggingu á ferðamannastöðum um allt land í samvinnu við landeigendur, sveitarfélög og ríki.

Sannir Landvættir bjóðast til að taka að sér verkefni allt frá undirbúningi breytinga á aðalskipulagi svæða til framkvæmda við gerð t.d. bílastæða, salernisaðstöðu, göngustíga, útsýnispalla, starfsmannaaðstöðu og annað það sem þurfa þykir á hverjum stað. Sjá nánar á vefsíðu félagsins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga