Fréttir | 22. febrúar 2017 - kl. 09:51
Þjálfun 50+ í þreksal

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga, í samstarfi við Íþróttamiðstöðina á Blönduósi, ætla að bjóða aftur upp á fría fjögurra vikna kennslu fyrir 50 ára og eldri í þreksal íþróttamiðstöðvarinnar. Æfingar verða á mánudagsmorgnum og er hægt að velja um tvo tíma frá klukkan 9 til 10 og 10 til 11. Takmarkaður fjöldi kemst í hvorn tíma.

Fyrsta æfing verður mánudaginn 27. febrúar en þá verður sýnikennsla á tækin og rætt um fyrirkomulag næstu vikna, auk stuttrar æfingar.

Æfingarnar eru þátttakendum að kostnaðarlausu og er fólk hvatt til að nýta sér þetta tækifæri til að læra á tækin og taka sín fyrstu skref með þjálfara sér við hlið.

Þjálfari verður Steinunn Hulda. Hún er með B.ed. í íþrótta og heilsufræði frá Háskóla Íslands auk fleiri námskeiða í þjálfun.

Til að skrá sig skal senda tölvupóst á steinamagg@gmail.com eða hringja í s:869-4857.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga