Tilkynningar | 24. febrúar 2017 - kl. 15:37
Skátastarfið á Blönduósi að hefjast aftur
Frá Skátafélaginu Bjarma

Á morgun laugardaginn 25. febrúar kemur stuðningshópurinn frá Bandalagi íslenskra skáta og verða þau með tvennskonar námskeið. En þau verða haldin í húsi Björgunarsveitarinnar. Klukkan 13:00 verður skátaforingjanámskeið fyrir þá sem að hafa áhuga á að styðja við fundina. Skátaforingjar eru 18 ára og eldri en einnig er opið fyrir unglinga 16 ára og eldri að koma á námskeiðið og verða þau þá aðstoðar foringjar þar til þau hafa náð 18 ára aldri en þá geta þau orðið skátaforingjar.

Klukkan 15:30 verður fundur/námskeið um hvað þarf til að reka skátastarf. Allur formlegi hlutinn, stjórnunarstarf og bakland til að nefna eitthvað. Tilvalið fyrir gamla skáta að mæta og taka þátt í uppbyggingu á skátastarfinu á Blönduósi. Og að sjálfsögðu sem flesta foreldra, því að það er bara raunin að allt félagsstarf barna gengur ekki upp nema með virkri þátttöku sjálfboðaliða og foreldra.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á morgun.

Skátafélagið Bjarmi

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga