Tilkynningar | 14. mars 2017 - kl. 19:27
Fundur um stóðsmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt
Frá landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar

Boðað er til opins umræðufundar um stóðsmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 22. mars næstkomandi, klukkan 20:30 í sal BHS, Húnabraut 13 á Blönduósi .

Til umræðu verða hugmyndir að breytingum á fyrirkomulagi stóðsmölunar á Laxárdal.

Búfjáreigendur, ferðaþjónustuaðilar og aðrir sem eiga hagsmuna að gæta hvattir til að mæta.

Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar
Anna Margrét Jónsdóttir
Gauti Jónsson
Þórður Pálsson

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga