Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Fréttir | 16. mars 2017 - kl. 14:51
Spurningakeppni fyrirtækja í Húnaþingi vestra

Spurningakeppni fyrirtækjanna í Húnaþingi vestra er léttur og skemmtilegur leikur sem Ungmennafélagið Kormákur stendur fyrir. Fyrsta keppnin fer fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld. Fjögur lið er skráð til leiks. Í fyrri viðureigninni mætast lið Ráðhúss Húnaþings vestra og lið Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Í þeirri síðari mætast lið Höfðabraut 6 og lið Tengils ehf.

Húsið opnar klukkan 20:00 og keppnin hefst hálftíma síðar.

Næsta keppniskvöld verður haldið eftir viku eða fimmtudaginn 23. mars en þá mætir lið KVH liði Grunnskóla Húnaþings vestra og lið Leikskólans Ásgarðs mætir liði Vélaverkstæðis Hjartar Eiríkssonar.

Fimmtudaginn 30. mars næstkomandi fara fjögurra liða úrslitin fram.

Úrslitakvöldið verður auglýst síðar.

Á keppniskvöldunum er svokallaður „áhorfendaleikur“ þar sem salurinn getur gefið níu stig. Fólk er því hvatt til að taka með sér snjallsímana.

Aðgangseyrir er 500 kr. og verða léttar veitingar til sölu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga