Fréttir | 22. mars 2017 - kl. 20:22
Vorlestin leggur af stað hringinn

Þann 30. mars leggur Vorlestin af stað hringinn í kringum landið. Vorlestin er verkefni sem Jötunn Vélar á Selfossi stendur fyrir ásamt fjórum öðrum fyrirtækjum sem leggja land undir fót og kynna vörur og þjónustu fyrirtækjanna. Auk Jötuns eru það Lífland, Mjöll/Frigg, Landsbankinn og Skeljungur.

Alls verður stoppað á fimmtán stöðum umhverfis landið næstu sjö dagana en hringnum verður lokað á Selfossi þann 4. maí. Vorlestin kemur við í Húnaþingi mánudaginn 3. apríl, fyrst í verslun Líflands á Blönduósi klukkan 9-11 og svo í Gömlu mjólkurstöðinni á Hvammstanga klukkan 13-15.

Þetta er þriðja árið sem Vorlestin fer um landið og hefur henni alltaf verið vel tekið og mæting gesta góð á áfangastöðunum fimmtán. Þeir sem heimsækja Vorlestina geta tekið þátt í spurningaleik þar sem vinningarnir eru veglegir, aðalvinningurinn er utanlandsferð.

Viðkomustaðir Vorlestarinnar:

Hvolsvöllur fimmtudaginn 30. mars // Verslun Líflands - Kl. 10:00-12:00
Kirkjubæjarklaustur fimmtud. 30. mars // Félagsheimilið - Kl. 15:00-17:00
Nesjar föstudaginn 31. mars // Mánagarðar - Kl. 10:00-12:00
Breiðdalsvík föstudaginn 31. mars // Kl. 16:00-18:00
Egilsstaðir laugardaginn 1. apríl // Verslun Jötuns - Kl. 9:30-12:00
Ýdalir Aðaldal laugardaginn 1. apríl // Hafralækjarskóli - Kl. 16:00-18:00
Akureyri sunnudaginn 2. apríl // Verslun Jötuns - Kl. 11:00-14:00
Varmahlíð sunnudaginn 2. apríl // Miðgarði - Kl. 16:00-18:30
Blönduós mánudaginn 3. apríl // Verslun Líflands - Kl. 9:00-11:00
Hvammstangi mánudaginn 3. apríl // Gamla mjólkurstöðin - Kl. 13:00-15:00
Króksfjarðarnes mánudaginn 3. apríl // Gamla verslun - Kl. 18:00-20:00
Búðardalur þriðjudaginn 4. apríl // KM-Þjónustan - Kl. 10:00-12:00
Borgarnes þriðjudaginn 4. apríl // Reiðhöllin - Kl. 14:00-16:00

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga