Tilkynningar | 24. mars 2017 - kl. 13:36
Fjórgangur T7 og pizzur í Reiðhöllinni

Í kvöld klukkan 19:00 verður keppt í fjórgangi og T7 í Reiðhöllinni Arnargerði. Ráslista má nálgast inn á vef hestamannafélagsins Neista, www.neisti.net. Stjórn Neista bíður upp á pizzur. Vonumst til að sjá sem flesta hestamenn og hestaáhugafólk.

Keppt verður í fjórgangi, í flokki unglinga 16 ára og yngri, áhugamanna flokki og opnum flokki. Þá verður keppt í T7 í öllum flokkum. Riðinn er einn hringur á hægu tölti þá snúið við og frjáls ferð á tölti. Að öðru leyti gildir áður auglýst fyrirkomulag. Keppni hefst kl. 19:00 með T7 unglinga, þá T7 áhugamenn , síðan T7 opinn flokkur. Fjórgangur unglinga er næstur, þá áhugamenn í fjórgangi og loks fjórgangur í opnum flokki. Sama röð í úrslitum. Verði  sérstaklega fáar skráningar kann að koma til greina að sameina flokka. Skemmtilegast er ef sömu hestar eru ekki að keppa í báðum greinum.

 Nefndin.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga