Fréttir | 27. mars 2017 - kl. 16:51
Húnaþing vestra tekur þátt í Arctic Coast Way

Sveitarfélagið Húnaþing vestra hefur ákveðið að taka þátt í verkefninu Arctic Coast Way eða strandvegur á Norðurlandi. Vegurinn liggur að mestu meðfram strandlengju Norðurlands og er tilgangurinn að þróa nýtt aðdráttarafl fyrir norðurhluta Íslands. Verkefnið hófst fyrir um einu og hálfu ári síðan en Markaðsstofa Norðurlands hefur haldið utan um það síðan í september í fyrra. Sérstakur starfshópur með fulltrúum úr landshlutanum hefur unnið að verkefninu undanfarið en markmiðið er að skapa tækifæri til markaðssetningar og fjölga ferðamönnum á þessari leið.

Sveitarfélögin sem samþykktu fyrst að vera með í verkefninu eru Skagafjörður, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð og Akureyrarbær ásamt Norðurhjara sem eru ferðþjónustusamtök á svæðinu frá Kelduhverfi austur á Bakkafjörð. Verkefnið er fjármagnað með framlagi frá þátttakendum að fjárhæð 500 á hvern íbúa hvers sveitarfélags. Kynningarfundir voru haldnir á verkefninu á Skagaströnd og Hvammstanga í síðasta mánuði.

Tengdar fréttir:

Kynningarfundir um Arctic Coastline Route 
Húnavatnssýslur með í framtíðartillögum Arctic Circle Route um strandvegi á Norðurlandi
Skapa á sérstakt vörumerki um strandvegi á Norðurlandi 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga