Ljósmyndir: Halla “sk Heiðmarsdóttir
Ljósmyndir: Halla “sk Heiðmarsdóttir
Fréttir | 29. mars 2017 - kl. 14:58
Útskriftartónleikar Sigurdísar S. Tryggvadóttur frá FÍH
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Í gærkveldi safnaðist fjölmenni saman í Rauðagerðinu þar sem útskriftartónleikar Sigurdísar frá Ártúnum var haldnir. Stór hluti af tónlistinni var samin af henni sjálfri, en hún hefur stundað nám í jasspíanóleik síðustu 3 árin.

Kontrabassi var að sjálfsögðu knúður og trommur dundu en Sigurdís sjálf sat keik við píanóið, kynnti sjálf lögin, og stýrði samkomunni af ljúfmennsku og einurð. Söngkonan Rakel Sigurðardóttir söng tvö lög sem Sigurdís hafði samið við ljóð afabróður síns, Jónasar Tryggvasonar. Annað þeirra var flutt í Blönduóskirkju á minningarhátíð í nóvember síðastliðinn

Tónlistarmönnunum var mjög vel fagnað og mágkonur Sigurdísar og systkini settu upp dýrindis veislu í lok tónleikanna. Saxafónkennari Sigurdísar frá árum hennar heima í Húnaþingi, Skarphéðinn Einarsson, brá sér til Reykjavíkur til að samfagna gömlum nemanda, og fleiri komu norðan úr Skagafirði og austan af Rangárvöllum til að samfagna frænku á glæsilegri tónlistarbraut.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga