Norðurljós í Kálfshamarsvík. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson
Norðurljós í Kálfshamarsvík. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson
Fréttir | 30. mars 2017 - kl. 20:10
Norðurljósadans í Kálfshamarsvík

Undanfarna daga hafa norðurljósin dansað um á kvöldin og glatt okkur með litadýrð sinni og breytileika. Norðurljósin breyta um lit og form á örskotsstundu og er hægt að horfa á þau í margar mínútur og alltaf kemur eitthvað nýtt munstur.

Höskuldur B. Erlingsson, áhugaljósmyndari, var á ferðinni úti á Skaga á mánudagskvöldið en þá var sérlega mikið um norðurljós. Höskuldur var staddur í Kálfshamarsvík og náði fjölda fallegra mynda af norðurljósunum það kvöldið. Svo góðar voru myndir Höskuldar að þær rötuðu inn á síðuna iceland.monitor.mbl.is en fleiri myndir má finna á Fésbókarsíðu Höskuldar https://www.facebook.com/hoskuldur.b.erlingsson?ref=ts&fref=ts

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga