Undirfellskirkja. Mynd: kirkjukort.net
Undirfellskirkja. Mynd: kirkjukort.net
Tilkynningar | 11. apríl 2017 - kl. 10:51
Páskatónleikar í Undirfellskirkju
Frá Benna, Björgu og Gróu

Páskatónkeikar í Undirfellskirkju í Vatnsdal annan páskadag 17. apríl klukkan 12 á hádegi. Makar okkar, börn og barnabörn ásamt okkur systkinunum spila og syngja. Þetta er um það bil klukkutíma prógramm með fjölbreyttu lagavali. Aðgangseyrir kr. 1000, frítt fyrir börn yngri en 12 ára.

Stofnaður hefur verið minningarsjóður í Arion banka nr. 307-22-585 kt: 660269-4019.

Allur ágóði rennur í þennan sjóð, sem er til minningar um látna ástvini. Fjármunum úr sjóðnum verður varið til endurbóta á garðinum og kirkjunni, á Undirfelli, sem varð 100 ára 2016

Okkar framlag með þessum tónleikum er til minningar um foreldra okkar og Áka Má, ömmur og afa.

Vonandi verða fleiri til að styrkja gömlu kirkjuna okkar Vatnsdælinga með einhverjum hætti.

Páskakveðjur
Benni, Björg og Gróa
Brúsastöðum

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga