Stauraskraut í vinnslu.
Stauraskraut í vinnslu.
Fréttir | 26. apríl 2017 - kl. 15:04
Prjónahittingur á morgun, fimmtudag

Þá er (loksins) komið að prjónahittingi eftir langt hlé.

Allir eru velkomnir í borðsal Kvennaskólans á morgun, fimmtudag, kl. 20. Þar er nóg af garni ef einhvern vantar og um að gera að koma til skrafs og ráðagerða. Og endilega koma með stauraskraut ef einhver hefur verið duglegur að prjóna.

Á myndinni má sjá samvinnuverkefni starfsfólks Blönduskóla, en þar eru garnafgangar úr ýmsum áttum og prjónar sem allir mega grípa í.

Höf. mbb

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga