Fréttir | 01. maí 2017 - kl. 10:02
Húsnæðisöryggi – sjálfsögð mannréttindi
1. maí hátíð á Blönduósi

Verkalýðsdagurinn, 1. maí, verður haldinn hátíðlegur á Blönduósi í dag undir yfirskriftinni Húsnæðisöryggi – sjálfsögð mannréttindi. Hátíðarhöldin hefjast í Félagsheimilinu klukkan 15:00 og verða kaffiveitingar í boði Stéttarfélagsins Samstöðu sem USAH sér um að venju. Ræðumaður dagsins verður Hólmfríður Bjarnadóttir, fyrrum stjórnarkona í Stéttarfélaginu Samstöðu.  

Afþreying í boði fyrir börn og tónlist og söngur í umsjón Skarphéðins Einarssonar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga