Fréttir | 28. apríl 2017 - kl. 15:06
Nemendur 1. bekkjar fengu reiðhjólahjálma

Allir nemendur í 1. bekk í Blönduskóla fengu gefins í dag reiðhjólahjálma frá Kiwanisklúbbnum Drangey. Kiwanismennirnir Gunnar Sigurðsson og Jóhannes Þórðarson komu og færðu nemendum hjálmana. Verkefnið er samstarfsverkefni Kiwanis á Íslandi og Eimskip og hefur markmið þess frá upphafi verðið að stuðla að öryggi barna í umferðinni. Nemendur voru ánægðir og þakklátir fyrir gjöfina.

Höf. mbb

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga