Fréttir | 23. maí 2017 - kl. 11:44
Tiltektardagur í Blönduósbæ á fimmtudaginn

Fimmtudaginn 24. maí, uppstigningardag, verður tiltektardagur á Blönduósi þar sem bæjarbúar og fyrirtæki eru hvött til að fara yfir sitt nánasta umhverfi og hreinsa til. Af því tilefni mun gámasvæðið vera með opið frá klukkan 13:00 – 17:00. Að lokinni tiltekt mæta bæjarbúar með góða skapið við Félagsheimilið klukkan 18 þar sem sveitarstjórn Blönduósbæjar mun grilla fyrir bæjarbúa.

Í auglýsingu frá Blönduósbæ er skorað á íbúa að taka höndum saman og gera bæinn enn fallegri.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga