Fréttir | 23. maí 2017 - kl. 12:53
Íslandsmeistaramótið í ísbaði á Blönduósi

Íslandsmeistaramótið í ísbaði verður haldið í sundlauginni á Blönduósi í dag klukkan 17:15 og verða keppendur sex. Mótinu er ætlað að kynna heilsubót ískaldra baða. Benedikt Lafleur mun kynna heilsugildi ísbaða og meistararitgerð sína Vatnið er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs. Svo verður keppt í því hver getur verið lengst ofan í ísbaði.

Á síðasta ári fór mótið fram í sundlaug Sauðárkróks og þá sigraði Sara Jóna Emilía en hún sat í ískarinu í 13:13 mínútur. Vatnið var við frostmark og karið fullt af ís.

Stuðningsaðilar keppn­inn­ar eru Sund­laug­in á Blönduósi (Blönduósbær), Ísgel ehf., veit­ingastaður­inn B&S, Fisk­markaður­inn á Skaga­strönd og fisk­búðin Fisk á disk á Blönduósi. Sigurvegarinn fær að laun­um gler­styttu en aðrir kepp­end­ur viður­kenn­ing­ar­skjal. Eins fá all­ir krakk­ar sem prófa að fara í ísbaðið viður­kenn­ing­ar­skjal.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga